Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. nóvember 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stærsta tap í sögu þýska landsliðsins
Mynd: Getty Images
Þýskaland tapaði 6-0 gegn Spáni í Þjóðadeildinni í gærkvöldi og er það stærsta tap í sögu landsliðsins.

Spánverjar réðu gangi mála frá fyrstu til síðustu mínútu og verðskulduðu stórsigurinn. Þeir náðu toppsæti riðilsins af Þjóðverjum og tryggðu sér þannig sæti í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar sem býður uppá pláss á HM 2022 í Katar.

Þýskaland hefur einu sinni áður tapað með sex marka mun en það gerðist í æfingaleik gegn Austurríki árið 1931. Þjóðverjar fengu síðast sex mörk á sig í keppnisleik gegn Frakklandi á HM 1958.

Joachim Löw landsliðsþjálfari Þjóðverja hefur fengið mikla gagnrýni á undanförnum árum en hann hefur þjálfað liðið síðustu fjórtán ár, síðan eftir HM 2006.
Athugasemdir
banner
banner
banner