Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. nóvember 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
HM um helgina - Opnunarleikurinn á sunnudag
Opnunarleikurinn fer fram á Al-Bayt leikvanginum í Al Khor.
Opnunarleikurinn fer fram á Al-Bayt leikvanginum í Al Khor.
Mynd: Getty Images

Heimsmeistaramótið í fótbolta fer loksins af stað um helgina eftir rúmlega fjögurra ára bið.


Síðasta mót var haldið í Rússlandi 2018 og nú er komið að Katar. Mótið er haldið að vetri til vegna óviðráðanlegs hitastigs að sumri til og verður þetta heimsmeistaramót því frábrugðið öðrum mótum.

Það eru talsvert fleiri ástæður fyrir því að þetta mót er frábrugðið þeim sem á undan voru haldin en þær verða ekki taldar upp hér. 

Heimamenn í Katar mæta Ekvador í opnunarleik mótsins á sunnudaginn klukkan 16:00. Ekki er búist við að margir horfi á opnunarleikinn í sjónvarpi til að mótmæla því að HM sé haldið í Katar.

Sunnudagur:
HM: A-riðill

16:00 Katar - Ekvador


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner