Andri Fannar Baldursson var í byrjunarlið íslenska U21 landsliðsins sem mætti því skoska í vináttuleik í Skotlandi í gær.
Andri þurfti að fara af velli á 26. mínútu vegna meiðsla. Hann var á undan leikmanni skoska liðsins í boltann og fór sá skoski af krafti í ökklann á hægri fæti Andra og uppskar gult spjald frá dómaranum.
Andri þurfti að fara af velli á 26. mínútu vegna meiðsla. Hann var á undan leikmanni skoska liðsins í boltann og fór sá skoski af krafti í ökklann á hægri fæti Andra og uppskar gult spjald frá dómaranum.
Andri er á leið í myndatöku þegar hann kemur heim til Íslands. Hann sagði við Fótbolta.net í dag að hann gæti ekki stigið í löppina.
Andri er leikmaður Bologna en er á láni hjá hollenska félaginu NEC Nijmegen. Þar eru menn í fríi næstu daga vegna HM en hópurinn á að koma saman 28. nóvember til að undirbúa sig fyrir komandi átök eftir HM.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Meiðsli Andra Fannars líta ekkert alltof vel út #fotboltinet pic.twitter.com/fT3K5D6HoD
— Sæbjörn Steinke (@saebjornth) November 18, 2022
Athugasemdir