Seinni hluti viðtalsins við Cristiano Ronaldo var sýndur í gærkvöldi. Ronaldo fór þar mikinn og talaði þar meðal annars um stjórann Erik ten Hag.
Það vakti nokkra athygli í þættinum að Ronaldo virtist kalla sinn gamla liðsfélaga, Wayne Rooney, rottu. Þeir spiluðu lengi saman hjá Man Utd og náðu vel saman innan vallar.
Rooney hefur í starfi sem sérfræðingur talað um Ronaldo og ekki alltaf á jákvæðan hátt. Ronaldo fylgist vel með umræðunni og hann er ekki sáttur við Ronaldo og aðra fyrrum liðsfélaga.
Í hluta viðtalsins sem birtist í gær þá spurði fjölmiðlamaðurinn umdeildi, Piers Morgan, út í Rooney. Þá virtist Ronaldo kalla hann rottu.
Hægt er að sjá myndband af þessu hér að neðan.
Cristiano Ronaldo appears to call Wayne Rooney a rat.pic.twitter.com/77frfQnlz9
— SPORTbible (@sportbible) November 17, 2022
Athugasemdir