Bologna er í leit að framherja en félagið er talið vilja fá Alejo Veliz á láni frá Tottenham í janúar.
Ítalska liðið er í 8. sæti ítölsku deildarinnar, aðeins þremur stigum á eftir Napoli sem situr í 4. sæti deildarinnar.
Joshua Zirkzee framherji liðsins hefur verið að spila vel og skorað fjögur mörk og lagt upp tvö í 12 leikjum. Sydney van Hooijdonk hefur hins vegar ekki náð sér á strik og er Bologna því í leit af manni til að veita Zirkzee samkeppni.
Veliz gekk til liðs við Tottenham í sumar en þessi tvítugi Argentínumaður hefur aðeins spilað 10 mínútur undir stjórn Ange Postecoglou í aðalliði Tottenham á tímabilinu.
Veliz fór til Englands frá Rosario í heimalandinu en AC Milan og Torino höfðu m.a. einnig sýnt honum áhuga.
Athugasemdir