banner
   þri 18. nóvember 2025 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Vilja fá Guehi í stað Maguire
Mynd: EPA
Manchester United fylgist náið með stöðu mála hjá enska varnarmanninum Marc Guehi, sem rennur út á samningi hjá Crystal Palace á næsta ári.

Guehi, sem gegnir hlutverki fyrirliða hjá Palace, ætlar ekki að framlengja samning sinn við félagið, en hann var nálægt því að ganga í raðir Liverpool undir lok sumargluggans.

Palace hætti við að selja hann á síðustu stundu þar sem ekki fannst leikmaður í stað hans.

Daily Mail segir að mörg félög munu reyna að fá hann á næsta ári og nokkur félög sem vilja kaupa hann í janúarglugganum. Samkvæmt ensku miðlunum er Liverpool áfram í bílstjórasætinu.

Man Utd er komið í kapphlaupið en félagið vill fá hann í stað Harry Maguire sem verður samningslaus næsta sumar.

Félagið hefur rætt við Maguire um nýjan samning, en þær viðræður hafa gengið hægt og er útlit fyrir að hann fari frá félaginu eftir tímabilið.

Því er Man Utd að fylgjast með Guehi sem mun hafa úr mörgum kostum að velja.

Bayern München, Barcelona, Manchester City og Real Madrid eru einnig í baráttunni.
Athugasemdir