Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fim 18. desember 2025 23:17
Sverrir Örn Einarsson
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Anton Ari Einarsson
Anton Ari Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Ari Einarsson stóð í marki Breiðabliks í kvöld er liðið beið 3-1 ósigur gegn lið Strasbourg frá Frakklandi í því sem reyndist lokaleikur Blika i Evrópu þetta tímabilið. Anton var beðin um fyrstu viðbrögð eftir tap Blika og svaraði.

Lestu um leikinn: Strasbourg 3 -  1 Breiðablik

„Smá svekkelsi að hafa ekki fengið eitthvað út úr þessu því mér fannst við alveg eiga það skilið. Extra mikið svekkjandi að hafa fengið eitt klaufamark á okkur í lokin þegar við vorum að reyna að setja á þá en mér fannst frammistaðan alveg verðskulda eitthvað meira.“

Um þá tilfinningu að spila leikinn á Stade de La Meinau þar sem stemmingin var mikil sagði Anton.

„Það var bara gaman, yfirleitt gaman finnst mér að spila á svona stórum leikvöngum með helling af áhorfendum. Frammistaðan gerði það að verkum að við vorum allan tímann inn í þessu sem gerir þetta miklu skemmtilegra en eins og við höfum lent í áður að leikurinn sé búinn eftir hálftíma.“

Liðin gengu jöfn til búningsherbergja í hálfleik en eftir að heimamenn í Strasbourg komust yfir snemma leiks jafnaði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks metin. Hvernig var sú stund fyrir Anton Ara og félaga?

„Það var bara geggjað. Sannaði fyrir manni að við áttum alveg erindi hérna fannst mér. Við búnir að jafna og bara game on “

Eftir leik kvöldsins er tímabili Blika formlega lokið. Hvernig gerir Anton Ari timabilið upp persónulega?

„Ótrúlega langt tímabil og kannski erfitt að gera það upp. Af ýmsum ástæðum er það tvískipt en deildin þá sérstaklega seinni hlutinn ekki nógu góður. Eitthvað sem við þurfum að skoða hvað var að klikka þar og laga. En evrópukeppninn hefur gengið fínt að mér finnst og er eitthvað sem við getum byggt ofaná. “

Sagði Anton Ari en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner