Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   fim 18. desember 2025 23:17
Sverrir Örn Einarsson
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Anton Ari Einarsson
Anton Ari Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Ari Einarsson stóð í marki Breiðabliks í kvöld er liðið beið 3-1 ósigur gegn lið Strasbourg frá Frakklandi í því sem reyndist lokaleikur Blika i Evrópu þetta tímabilið. Anton var beðin um fyrstu viðbrögð eftir tap Blika og svaraði.

Lestu um leikinn: Strasbourg 3 -  1 Breiðablik

„Smá svekkelsi að hafa ekki fengið eitthvað út úr þessu því mér fannst við alveg eiga það skilið. Extra mikið svekkjandi að hafa fengið eitt klaufamark á okkur í lokin þegar við vorum að reyna að setja á þá en mér fannst frammistaðan alveg verðskulda eitthvað meira.“

Um þá tilfinningu að spila leikinn á Stade de La Meinau þar sem stemmingin var mikil sagði Anton.

„Það var bara gaman, yfirleitt gaman finnst mér að spila á svona stórum leikvöngum með helling af áhorfendum. Frammistaðan gerði það að verkum að við vorum allan tímann inn í þessu sem gerir þetta miklu skemmtilegra en eins og við höfum lent í áður að leikurinn sé búinn eftir hálftíma.“

Liðin gengu jöfn til búningsherbergja í hálfleik en eftir að heimamenn í Strasbourg komust yfir snemma leiks jafnaði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks metin. Hvernig var sú stund fyrir Anton Ara og félaga?

„Það var bara geggjað. Sannaði fyrir manni að við áttum alveg erindi hérna fannst mér. Við búnir að jafna og bara game on “

Eftir leik kvöldsins er tímabili Blika formlega lokið. Hvernig gerir Anton Ari timabilið upp persónulega?

„Ótrúlega langt tímabil og kannski erfitt að gera það upp. Af ýmsum ástæðum er það tvískipt en deildin þá sérstaklega seinni hlutinn ekki nógu góður. Eitthvað sem við þurfum að skoða hvað var að klikka þar og laga. En evrópukeppninn hefur gengið fínt að mér finnst og er eitthvað sem við getum byggt ofaná. “

Sagði Anton Ari en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner