Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. janúar 2021 17:30
Enski boltinn
Myndu vilja fá Haaland í sitt lið
Mynd: Getty Images
Í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" var rætt um áhugaverð félagaskipti sem gætu átt sér stað í Evrópuboltanum næsta sumar. Hrafn Kristjánsson og Rikki G voru gestir þáttarins að þessu sinni.

„Þetta verður áhugavert sumar. Þú ert með þessi nöfn og ég held að þau fari öll af stað á sama tíma. Þú ert með Messi, Haaland, Mbappe, Sancho. Það eru bara viss lið sem geta keypt. Það eru ekki allir sem vilja fara til Frakklands og spila í Ligue 1 með PSG," sagði Hrafn.

„Barcelona hefur ekki efni á einum núna. Ég held að þetta verði rótering á milli fárra liða. Ég held að United fái einn af þeim, Liverpool fái einn af þeim, City fái einn af þeim og Real einn af þeim. Nú er spurning hverjir eru að standa sig best í símtölum."

Af leikmönnunum sem nefndir voru þá voru Hrafn og Rikki sammála um það hvern þeir myndu velja í sitt lið. Hrafn styður Liverpool og Rikki styður Manchester United.

„Ég hefði sagt Mbappe fyrri hálfu ári síðan en núna finnst mér vanta einhvern neista. Það vantar ekki leikmann sem er búinn að sanna allt," sagði Hrafn.

Rikki G sagði: „Þetta er nákvæmlega leikmaðurinn esm United vantar núna. Svona níu."

Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn. Hér að neðan má hlusta á þáttinn.
Enski boltinn - Liverpool getur ekki skorað
Athugasemdir
banner
banner