Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. janúar 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ben Arfa semur við Lille (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Frönsku meistararnir í Lille hafa gert samning við Hatem Ben Arfa um að leika með liðinu út yfirstandandi tímabil.

Ben Arfa verður 35 ára í mars og lék síðast með Bordeaux en fékk ekki nýjan samning síðasta sumar.

Ben Arfa er fyrrum leikmaður Valladolid, Rennes, PSG, Nice, Newcastle, Hull, Marseille og Lyon þar sem hann er uppalinn.

Hann lék á sínum tíma fimmtán landsleiki fyrir Frakkland og skoraði tvö mörk. Hjá Newcastle (2011-2014) skoraði hann þrettán úrvalsdeildarmörk í 76 leikjum. Hans besta tímabil var sennilega hjá Nice þar sem hann skoraði sautján mörk tímabili 2015-16 og fékk í kjölfarið samning hjá PSG en þar gengu hlutirnir ekki alveg upp.

Alls hefur hann skorað 74 mörk í 418 leikjum með félagsliði á ferlinum.

Lille er í 10. sæti frönsku deildarinnar, 21 stigi frá PSG sem er í toppsætinu.
Athugasemdir
banner
banner