Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. janúar 2022 17:04
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hafnaði beiðni Newcastle um að fá Lingard
Lingard fær lítinn spiltíma hjá United.
Lingard fær lítinn spiltíma hjá United.
Mynd: Getty Images
Guardian greinir frá því að Manchester United hafi hafnað beiðni Newcastle United um að fá Jesse Lingard lánaðan.

Sex mánuðir eru eftir af samningi þessa 29 ára leikmanns á Old Trafford og Newcastle er í leit að frekari styrkingu fyrir fallbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni.

Óvíst er hvort Newcastle muni gera aðra tilraun til að fá Lingard. Ralf Rangnick, stjóri United, hefur sagt að leikmannahópurinn sé of stór.

Lingard hefur leikið fjórtán leiki á tímabilinu en aðeins einn byrjunarliðsleik.

Lingard lék afskaplega vel með West Ham þegar hann var lánaður til félagsins fyrir ári síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner