Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. janúar 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Neymar: Heimildarþættirnir munu breyta skoðun þeirra á mér
Heimidlarþættirnir Perfect Chaos eru um líf brasilíska framherjans
Heimidlarþættirnir Perfect Chaos eru um líf brasilíska framherjans
Mynd: EPA
Bandaríska streymisveitan Netflix mun síðar í þessum mánuði frumsýna nýja heimildarþætti um brasilíska sóknarmanninn Neymar en hann vonast til að fólk sjái þar hlið sem hefur ekki sést áður.

Heimildarþættirnir, Perfect Chaos, koma á Netflix þann 25. janúar en þar skyggst inn í líf Neymars.

Neymar er ekki allra á vellinum. Hæfileikar hans eru ótrúlegir en þó hefur hann fengið á sig slæma ímynd og fær mikið hatur á samfélagsmiðlum.

Hann er staðráðinn í því að sýna því fólki hver hann er í raun og veru.

„Þeir sem þekkja mig vita ver ég er og það er það sem skiptir mig mestu máli. Ég sópa þeim til hliðar sem þekkja mig ekki og segja bara slæma hluti um mig, en ég vona að þeir horfi á þessa heimildarþætti og vonandi mun það breyta þeirri hugmynd og ímynd sem þeir hafa um mig og vonandi geta þeir lært að líka vel við mig, svona aðeins," sagði Neymar við ESPN.

„Fáir þekkja raunverulegu útgáfuna af mér. Það eru bara mínir nánustu vinir, fjölskylda og nokkrir liðsfélagar og núna finnst mér ég geta sýnt aðeins meira af lífi mínu og hvernig ég er frá degi til dags. Bæði í vinnunni, heima, hvernig ég er sem faðir, sonur, bróðir og vonandi sýnia þessir heimildarþættir fólkinu þá hlið af mér. Þetta er það sem við höfum unnið að og við ætlum að sýna sannleikann, 100 prósent, og það er það sem skiptir öllu."


Athugasemdir
banner
banner
banner