Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   fim 19. janúar 2023 20:01
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle leggur fram tilboð í leikmann Flamengo
Newcastle United er búið að leggja fram 14 milljón punda tilboð í Matheus Franca, leikmann Flamengo í Brasilíu.

Franca er 18 ára gamall og kemur úr akademíu Flamengo en hann skoraði sex mörk á síðasta tímabili með aðalliðinu.

Hann spilar iðulega sem sóknarsinnaður miðjumaður en getur leyst flestar stöðu í fremstu línu.

Newcastle er búið að leggja fram 14 milljón punda tilboð í þennan efnilega leikmann en þetta kemur fram í brasilískum miðlum.

Franca á að baki sex landsleiki fyrir U16 ára landslið Brasilíu og þá var hann nýlega valinn í U20 ára landsliðið fyrir Suður-Ameríkukeppnina.
Athugasemdir
banner