Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   fim 19. janúar 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag: Við unnum Arsenal síðast án Casemiro

Það var slæmur dagur fyrir Manchester United í gær þegar liðið gerði jafntefli gegn Crystal Palace.


United komst yfir en Michael Olise tryggði Palace stig með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma.

Casemiro er mjög mikilvægur hlekkur í liði United en hann missir af stórleik liðsins gegn Arsenal á útivelli um helgina þar sem hann er í banni eftir að hafa fengið áminningu í gær.

„Þetta var mikilvægur leikur. Allir leikir eru mikilvægir, það eru allir leikir í úrvalsdeildinni topp leikir. Casemiro er auðvitað mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur og hann er ein af ástæðunum fyrir því að við erum í þeirri stöðu sem við erum í," sagði Ten Hag.

„Síðast unnum við Arsenal án Casemiro svo við erum með leikmannahóp, við verðum að fylla skarðið og gera alvöru áætlun. Við höfum þegar sýnt hvernig á að vinna Arsenal."


Athugasemdir
banner
banner