Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   sun 19. janúar 2025 17:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim: Þetta er ekki ásættanlegt
Mynd: EPA
Manchester United tapaði sjötta heimaleik sínum á tímabiliinu í dag þegar liðið beið lægri hlut gegn Brighton.

Staðan var jöfn þar til Kaoru Mitoma kom Brighton yfir eftir klukkutíma leik og Georginio Rutter innsiglaði sigurinn eftir slæm mistök frá Andre Onana.

Ruben Amorim, stjóri Man Utd, var að vonum mjög vonsvikinn eftir leikiinn.

„Það er ekki ásættanlegt að tapa enn einum heimaleiknum. Við náðum bara að spila fótbolta á stuttum köflum, þá verðum við stressaðir og fáum á okkur mark á þann hátt sem þeir eru vanir að spila," sagði Amorim.

„Við megum ekki enda leikinn svona, allir út úr stöðu. Sama hvernig staðan er þá þurfum við að enda leikina betur að öllu leyti."

Amorim hefur tekið það skýrt fram að hann ætli sér ekki að fara frá sínum hugmyndum. Hann sére fram á að liðið muni þjást þangað til leikmennirnir læra inn á hugmyndafræði hans.

„Það er ljóst. Mér þykir það leitt, vörnin mun þjást. Ég geri hlutina á einn hátt og ég veit að það mun skila sér en við þurfum að lifa þetta af," sagði Amorim.
Athugasemdir
banner
banner
banner