Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   sun 19. janúar 2025 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nökkvi Þeyr spilaði sinn fyrsta leik í Hollandi - Sverrir Ingi í sigurliði
Nökkvi Þeyr Þórisson
Nökkvi Þeyr Þórisson
Mynd: Sparta Rotterdam
Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliðii Panathinaikos þegar liðið vann AEK Aþenu 1-0 í toppslag í grísku deildinni í kvöld.

Panathinaikos fór upp fyrir AEK í 2. sætið með sigrinum en liðið er með 39 stig eftir 19 umferð, tveimur stigum á undan AEK og fjórum stigum á eftir Olympiakos.

Nökkvi Þeyr Þórisson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Sparta Rotterdam þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Waalwijk í hollensku deildinni. Nökkvi gekk til liðs við félagið frá bandaríska liðinu St. Louis City á dögunum. Hann kom inn á sem varamaður og spilaði síðustu tuttugu mínúturnar en þá voru úrslitin ráðin.

Kristian Hlynsson var ekki í leikmannahópi Ajax sem Herenveen 2-0. Ajax er í 2. sæti með 45 stig, stigi á eftir PSV. Sparta er í 15. sæti með 14 stig að 19 umferðum loknum.

Atli Barkarson spilaði allan leikinn þegar Waregem gerði 1-1 jafntefli gegn RFC Liege í næst efstu deild í Belgíu. Waregem er átoppnum með 41 stig eftir 17 umferðir. Jón Dagur Þorsteinsson var ónotaður varamaður þegar Hertha Berlin vann Paderborn 2-1 í næst efstu deild í Þýskalandi. Liðið er í 12. sæti með 25 stig eftir 18 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner