Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 19. febrúar 2020 23:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Byssubardagi án þess að hafa kúlur
„Hvað meinarðu með alvöru Spurs? Sýnum tryggð við strákana og segjum þeim að þeir gerðu allt það sem þeir gátu," sagði Jose Mourinho, stjóri Tottenham, eftir 1-0 tap gegn Leipzig á heimavelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Spyrill BT Sport spurði Mourinho hvort það hefði verið alvöru Spurs-lið sem hefði verið að spila eftir að hann gerði skiptingarnar sínar í leiknum.

„Lamela (einn af leikmönnunum sem var skipt inn á) - veistu hversu margar æfingarnar hann hafði með liðinu? Núll. Hann kom beint úr meiðslum í að spila 20 mínútur í Meistaradeildinni."

Tottenham er í meiðslavandræðum framarlega á vellinum, tveir bestu leikmenn liðsins, Son Heung-min og Harry Kane eru báðir meiddir.

„Við erum í þannig stöðu að þetta er eins og að fara í byssubardaga án þess að hafa kúlur."

„Þú getur sagt að við höfum verið heppnir í ákveðnum stöðum, en frábær markvörður varði tvisvar stórkostlega." sagði Mourinho.

„Ég hef ekki áhyggjur af 1-0, við getum farið þangað og unnið. Það sem veldur mér áhyggjum er að þetta eru leikmennirnir sem við höfum í næstu leikjum. Moura var algjörlega dauður, Bergwijn var algjörlega dauður, Lo Celso var algjörlega dauður."

„Við erum í vandræðum. Ef það væri bara þessi leikur þá myndi ég segja ekkert vandamál en við eigum leiki í FA-bikarnum og ensku úrvalsdeildinni."

Leikur Tottenham við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni var færður á hádegi laugardags út af útsendingu BT Sport. Mourinho endaði viðtalið á að þakka spyrlinum fyrir það.

Sjá einnig:
Mourinho gagnrýndur - „Sóknarlega er það bara eitthvað"
Athugasemdir
banner
banner