Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 19. febrúar 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Myndbönd Dean Windass slá í gegn og hjálpa fólki
Dean Windass fagnar marki í leik með Hull.
Dean Windass fagnar marki í leik með Hull.
Mynd: Getty Images
Dean Windass, fyrrum framherji Hull, Bradford og Middlesbrough, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum á þessu ári en hann hefur birt þar myndbönd sem hafa veitt öðru fólki innblástur.

Hinn fimmtugi Windass spilaði 104 leiki í ensku úrvalsdeildinni á ferlinum en eftir að skórnir fóru upp í hillu árið 2011 fann hann fyri vanlíðan og reyndi tvívegis að taka eigið líf.

Windass líður betur í dag en hann er duglegur að stunda líkamsrækt og hefur minnkað áfengisdrykkju. 3. janúar síðastliðinn birti hann skilaboð frá sér í ræktinni og þau slógu svo mikið í gegn að nú birtir hann daglega myndbönd á Twitter, Instagram og Facebook.

„Ég er engin hetja. Ég er bara strákur frá Hessle Road í Hull sem hafði það að atvinnu að spila fótbolta. Það er ekkert merkilegt. Ég átti við vandamál að stríða en núna vil ég njóta lífsins á ný og ég er að reyna það," sagði Windass.

„Viðbrögðin sem ég hef fengið við myndböndunum hafa verið ótrúleg. Ég fæ skilaboð frá alls konar fólki. Þau eru í vandræðum og finnst þau vera ein en þau segja að myndböndin hjálpi. Það hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir mig."

„Þú þarft ekki að vera þunglyndur til að eiga við andleg vandamál að stríða. Það eru til alls konar vandamál. Ef þér líður illa og hefur verið að gráta segðu fólki það. Þaðer það sem ég segi í myndböndunum - ekki vera hræddur við að gráta, það gerir þig ekki að minni manni."

„Aðalmálið er að ég er að reyna að senda út skilaboð sem láta mér líða betur í lífinu. Ef það hjálpar öðru fólki að líða líka betur þá er það frábært. "


Hér að neðan má sjá fyrsta myndband Windass og tvö önnur til viðbótar en fyrsta myndbandið hefur fengið 160 þúsund áhorf.

Athugasemdir
banner
banner
banner