Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. febrúar 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að „ósigrandi lið" Arsenal myndi vinna Liverpool
Lehmann segir þó að Liverpool geti leikið eftir afrekið
Jens Lehmann, markvörðurinn í ,,ósigrandi liði
Jens Lehmann, markvörðurinn í ,,ósigrandi liði
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur unnið 25 af 26 deildarleikjum sínum.
Liverpool hefur unnið 25 af 26 deildarleikjum sínum.
Mynd: Getty Images
Jens Lehmann telur að lið Arsenal frá 2004 myndi hafa betur í leik gegn núverandi liði Liverpool.

Lehmann var markvörður í liði Arsenal sem fór taplaust í gegnum ensku úrvalsdeildina tímabilið 2003/04. Arsenal varð þá fyrsta enska liðið til að fara taplaust í gegnum deildartímabil frá því Preston gerði það 1889.

Liverpool gæti leikið eftir afrek Arsenal og Preston, en liðið hefur eftir 26 umferðir í ensku úrvalsdeildinni ekki tapað leik; unnið 25 og gert eitt jafntefli.

Lehmann telur að Liverpool gæti leikið eftir afrek Arsenal frá 2004, en hann telur ekki að Liverpool myndi vinna „ósigrandi lið" Arsenal frá tímabilinu 2003/04.

„Það eru öll hráefnin til staðar svo þeir geti orðið ósigrandi meistarar," sagði Lehmann á Laureus World Sport Awards í Berlín.

„Þeir eru stórkostlegt lið og mjög vel skipulagðir - stundum er heppnin með þeim, en það er ekki gagnrýni. Við vorum líka heppnir stundum og ég er á þeirri skoðun að þú þarft að vinna fyrir heppninni sem þú færð."

„Núna eiga þeir tækifæri á að vera ósigrandi - eina liðið sem getur stoppað það er Manchester City."

Lehmann telur að enska úrvalsdeildin sé ekki eins sterk núna og hún var fyrir 16 árum. „Deildin er ekki eins sterk og hún var einu sinni. Sum liðin eru búin að tapa áður en þau mæta til leiks gegn Liverpool."

„Ég vil ekki taka neitt frá árangri þeirra því þeir eru augljóslega með frábært lið. Það að þeir skuli bara hafa gert eitt jafntefli til þessa gerir afrekið enn sérstakara."

„Við gerðum 12 jafntefli og þau komu mörg eftir að við vorum búnir að tryggja okkur titilinn. Við hugsuðum okkur ekki um að fara taplausir í gegnum tímabilið fyrr en við vorum búnir að tryggja okkur titilinn á White Hart Lane."

„Ég held að Arsenal-liðið okkar myndi vinna þetta Liverpool-lið. Ekki auðveldlega, en við myndum vinna því við vorum með meiri einstaklingsgæði."

Lehmann sagði að lokum að hann telur að Liverpool muni bara bæta sig á næstu árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner