Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 19. febrúar 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Werner stoltur af sögusögnum: Liverpool besta lið í heimi
Timo Werner skoraði eina mark Leipzig úr vítaspyrnu í 1-0 sigri á Tottenham í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þessu miðvikudagskvöldi.

Werner er 23 ára gamall sóknarmaður sem orðaður hefur verið við Liverpool fyrir næstu leiktíð.

Norðmaðurinn Jan Aage Fjortoft ræddi við hann eftir leikinn í kvöld og spurði hann út í sögusagnirnar um Liverpool.

„Liverpool er besta lið í heimi í augnablikinu," sagði Werner. „Það gerir mig mjög stoltan að vera orðaður við það lið. Ég verð að bæta mig til þess að geta spilað þar."

Werner hefur á þessu tímabili skorað 25 mörk í 31 leik í öllum keppnum.


Athugasemdir
banner