fös 19. febrúar 2021 23:14
Victor Pálsson
Bielsa: Vil helst ekki tala um heppni
Mynd: Getty Images
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, segir að hans menn hafi verið betri aðilinn gegn Wolves í kvöld í ensku úrvalsdeildinni.

Leeds fékk fjölmörg tækifæri til að skora í kvöld en leiknum lauk að lokum með 1-0 sigri Wolves.

Illan Meslier skoraði sjálfsmark fyrir Leeds í leiknum en hann fékk boltann óheppilega í sig og í netið.

„Við vorum með yfirhöndina flest allan leikinn. Það komu kaflar þar sem við vorum ekki betri en við áttum helmingi fleiri færi," sagði Bielsa.

„Við vörðumst vel og sóttum vel svo það er mín skoðun á leiknum. Ég vil helst ekki tala um heppni."

„Mín hugmynd er að liðið þurfi að gefa allt í sölurnar svo að heppni skipti ekki máli. Það var augljóst að þeir nýttu sín tækifæri betur."
Athugasemdir
banner
banner
banner