Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 19. febrúar 2021 15:15
Magnús Már Einarsson
Keita gæti spilað gegn Everton - Þrír ennþá fjarverandi
Naby Keita gæti spilað sinn fyrsta leik síðan í desember þegar liðið mætir Everton í grannaslag síðdegis á morgun.

Miðjumaðurinn hefur verið frá keppni undanfarnar vikur vegna meiðsla en hann sneri aftur til æfinga í vikunni.

„Naby æfði með liðinu í dag og svo sjáum við hvað við gerum," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool í dag.

Klopp staðfesti einnig að Fabinho, James Milner og Diogo Jota séu allir ennþá á meiðslalistanum og verði ekki með á morgun.

Hér að neðan má sjá líkleg byrjunarlið að mati Guardian, sem spáir því að Gylfi Þór Sigurðsson verði á bekknum hjá Everton.
Athugasemdir