Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fös 19. febrúar 2021 17:30
Elvar Geir Magnússon
Lemar laus við veiruna - Leikfær gegn Chelsea
Atletico Madrid hefur fengið þær góðu fréttir að Thomas Lemar sé búinn að jafna sig eftir að hafa smitast af Covid-19 veirunni.

Frakkinn hefur misst af þremur leikjum eftir að hann greindist með veiruna og tók ekki þátt í jafnteflisleikjum gegn Celta Vigo og Levante og sigurleik gegn Granada.

Hann er leikfær fyrir leik gegn Levante í La Liga um helgina og fyrir Meistaradeildarleikinn gegn Chelsea í komandi viku, fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum.

Marca segir að Yannick Carrasco verði þó líklega ekki með í komandi leikjum vegna meiðsla.

Hector Herrera er enn frá vegna Covid-19 en Joao Felix, Carrasco og Mario Hermoso smituðust allir af veirunni en hafa snúið til baka.


Athugasemdir
banner