Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fös 19. febrúar 2021 21:46
Victor Pálsson
Lengjubikarinn: Fannar hefndi fyrir sjálfsmark og tryggði Haukum stig
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Haukar 2 - 2 Reynir S.
0-1 Fannar Óli Friðleifsson(sjálfsmark, 62')
0-2 Elton Renato Barros('70)
1-2 Tómas Leó Ásgeirsson('79, víti)
2-2 Fannar Óli Friðleifsson('90)

Það var boðið upp á skemmtilegan leik í Lengjubikar karla í kvöld en Haukar og Reynir frá Sandgerði áttust við í B-deild, riðli 2.

Fannar ÓIi Friðleifsson tekur fyrirsagnirnar að þessu sinni en hann komst tvisvar á blað. Fannar leikur með Haukum.

Fannar skoraði fyrst sjálfsmark á 62. mínútu og skoraði Reynir svo annað mark stuttu síðar.

Vítaspyrna kom Haukum aftur inn í leikinn en úr henni skoraði Tómas Leó Ásgeirsson á 79. mínútu.

Fannar hefndi svo fyrir þetta sjálfsmark undir lok leiksins og tókst að jafna metin í leik sem lauk með 2-2 jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner