Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   lau 19. febrúar 2022 18:49
Brynjar Ingi Erluson
Natasha í draumastöðu - „Gott að fá fjölskylduna í heimsókn"
Kvenaboltinn
Natasha Anasi og Sveindís Jane í landsliðsferðinni
Natasha Anasi og Sveindís Jane í landsliðsferðinni
Mynd: KSÍ
Natasha Anasi, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, er spennt fyrir leiknum gegn Tékklandi í SheBelieves-mótinu á morgun, en þessi ferð er afar þýðingarmikil fyrir hana persónulega.

Natasha er fædd og uppalin í Bandaríkjunum en kom til Íslands árið 2014 og spilaði fyrir ÍBV í tvö ár áður en hún gekk til liðs við Keflavík árið 2016.

Hún var í algeru lykilhlutverki hjá Keflvíkingum og var með betri leikmönnum deildarinnar áður en hún samdi við Breiðablik á síðasta ári.

Natasha fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og spilaði svo sinn fyrsta landsleik í mars fyrir tveimur árum, en það er sérstakt fyrir hana að vera komin til Bandaríkjanna.

„Mér líst mjög vel á leikinn og hann er búinn að segja að við ætlum að gera margar breytingar á milli leikja. Ég held að Tékkar munu gera það líka."

„Það er fínt að gera það og mæla okkur á móti þeim og sjá hvernig við erum að spila og svona."

„Já, við erum alltaf að hugsa um sigur en fyrst og fremst hvernig við erum að standa okkur og spila í leiknum. Það er geggjað ef við getum náð sigri líka."

„Þetta er geggjað. Ég er í draumastöðu og koma aftur heim og fá nokkra úr fjölskyldunni í heimsókn líka. Þannig þetta er draumastaða,"
sagði hún í lokin.


Athugasemdir
banner