Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. febrúar 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Dyche: Viljum gera heimavöllinn að virki
Sean Dyche
Sean Dyche
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Everton vann annan heimaleik sinn í röð í gær er liðið lagði Leeds, 1-0, á Goodison Park.

Sean Dyche tók við liðinu af Frank Lampard í síðasta mánuði og er strax breyting á þeim bláklæddu frá Liverpool-borg.

Everton hefur unnið tvo heimaleiki í röð og ekki fengið á sig mark í þeim leikjum. Dyche vill taka einn leiki í einu en hann var yfir sig ánægður með hugarfarið gegn Leeds.

„Ég er gríðarlega ánægður. Ég bað leikmennina um að leggja sig alla fram í þetta og þeir gerðu það. Við náðum að setja þeim mörk, held ég. Ég þarf að skoða það betur, en komum í veg fyrir að þeir myndu ná skoti á markið og það byrjar allt á sóknarmönnunum Neil Maupay og kantmönnunum. Þeir skiluðu góðri vakt en við vorum líka betri með boltann.“

„Það þarf frelsi til að skora mörk í þessum bransa og það var frekar þröng í teignum. Mér er alveg sama ef þú skýtur og hittir ekki, bara svo lengi sem þú skýtur. Þetta frelsi mun vaxa með frammistöðu og sjálfstrausti. Við vorum með boltann í góðum svæðum og gátum skorað fleiri en ég tek sætti mig við 1-0.“

„Ég hef talað við hópinn um samræmi og að halda í gildin sem vinnum eftir, hvort sem við vinnum, töpum eða gerum jafntefli. Við vorum ekki langt frá þessu gegn Liverpool en tvö mistök breyta tilfinningu leiksins. Ég var hins vegar ánægður með hugarfarið í þessum leik.“

„Við viljum að það sé erfitt að koma hingað og við erum að gera það með því að vinna tvo leiki og halda tvisvar hreinu. Gott gengi á heimavelli hjálpar og við viljum gera þetta að virki. Það er alveg að koma en það þarf tíma og trú.“

„Við þurfum hugarfarið þar sem við tökum einn leik í einu, það er eitthvað sem ég trúi á. Vinnan heldur áfram á mánudag og ég er búinn að gera þeim grein fyrir því,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner