Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 19. febrúar 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti biður um þolinmæði: Treystið mér varðandi Arda Güler
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Framtíð tyrkneska ungstirnisins Arda Güler hefur verið í fjömiðlum á Spáni, þar sem talið er að Real Madrid sé að íhuga að lána hann í burtu á næstu leiktíð.

Carlo Ancelotti er reglulega spurður út í Guler, sem hefur nánast ekki fengið neinn spiltíma síðan hann gekk til liðs við Real.

Tyrkinn var meiddur fyrstu mánuðina á Spáni en er núna heill heilsu. Hann hefur setið á bekknum í undanförnum leikjum og fengið lítið sem ekkert að spreyta sig.

„Þið þurfið að sýna smá þolinmæði þegar það kemur að Arda Guler, treystið mér," sagði Ancelotti.

„Honum líður vel, hann er að æfa vel og núna þarf hann að berjast við hina leikmennina um sæti í liðinu.

„Ef þið sýnið honum þolinmæði þá mun hann sýna gæðin sín. Ég er viss um það."


Real Madrid trónir á toppi spænsku deildarinnar með sex stiga forystu sem stendur, en liðið missteig sig í gær og gerði jafntefli í nágrannaslag gegn Rayo Vallecano.
Athugasemdir
banner
banner