Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 19. febrúar 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gummi Tóta og Óskar Tor í sigurliðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn í 4-0 sigri OFI Crete gegn Panserraikos í efstu deild gríska boltans í dag.

Gummi spilaði í vinstri bakverði er heimamenn í Krít rúlluðu yfir andstæðinga sína í neðri hluta deildarinnar. Liðin eru jöfn með 23 stig eftir 23 umferðir en Gummi og félagar höfðu tapað þremur leikjum í röð fyrir sigurinn í dag.

Óskar Tor Sverrisson var þá í byrjunarliði Varberg sem rúllaði yfir IFK Lulea í sænska bikarnum. Liðin mættust í fyrstu umferð og urðu lokatölur 0-4, en Öster og Malmö eru einnig með í riðlinum.

Mikael Neville Anderson lék allan leikinn í markalausu jafntefli hjá Århus gegn Vejle í efstu deild danska boltans, en AGF er í sjötta sæti með 29 stig eftir 18 umferðir, átta stigum á eftir toppliði Bröndby.

Að lokum tókst Elíasi Má Ómarssyni ekki að skora í 1-2 tapi NAC Breda gegn Cambuur í næstefstu deild hollenska boltans. Liðin eru bæði í umspilsbaráttu og er þetta því sárt tap fyrir Breda, sem er núna tveimur stigum frá umspilssæti.

Heimamenn sýndu yfirburði í leiknum en tókst ekki að skora meira en eitt mark. Elías er þar með aðeins búinn að skora eitt mark í sjö byrjunarliðsleikjum frá endurkomu sinni úr meiðslum.

OFI Crete 4 - 0 Panserraikos

IFK Lulea 0 - 4 Varberg

Vejle 0 - 0 AGF

NAC Breda 1 - 2 Cambuur

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner