fös 19. mars 2021 09:50
Elvar Geir Magnússon
Lloris talar ekki undir rós: Algjörlega til skammar
Hugo Lloris.
Hugo Lloris.
Mynd: Getty Images
Tottenham er úr leik í Evrópudeildinni eftir 3-0 tap í Zagreb en enska liðið hafði unnið fyrri leikinn 2-0.

Hugo Lloris, markvörður og fyrirliði Tottenham, talaði hreint út eftir leikinn.

„Þetta er algjörlega til skammar. Ég vona að allir í klefanum finni ábyrgðartilfinningu eftir þennan leik. Það er meira en sárt að kyngja þessu tapi og við berum allir ábyrgð," segir Lloris.

„Við erum félag með metnað en liðið þessa stundina endurspeglar hvað er í gangi innan félagsins. Það vandar ákveðin grundvallaratriði. Við eigum að vera sterkari andlega og samkeppnishæfari."

„Allt liðið, allt félagið. Við erum allir sekir. Það er eitt að segja við fjölmiðla að við séum metnaðarfullt lið en annað að sýna það á hverjum degi."
Athugasemdir
banner
banner
banner