Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 19. mars 2023 23:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Umræðan um Albert hefur gleypt allt annað - „Hákon fáránlega spennandi“
Icelandair
Hákon Arnar Haraldsson hefur farið með himinskautum fyrir FCK.
Hákon Arnar Haraldsson hefur farið með himinskautum fyrir FCK.
Mynd: Getty Images
„Þessi umræða er búin að gleypa allt annað," segir Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net en allt varðandi landsliðshóp Íslands hefur fallið í skuggann af máli Alberts Guðmundssonar.

Kári Árnason sagðist í síðustu viku furða sig á því hversu mikil umræða væri um Albert.

„Talandi um að tapa sér í umræðunni um þennan leikmann. Við erum að fá Alfreð Finnboga, manninn sem skoraði gegn Argentínu, aftur. Við erum að fá endurlífgaðan Jóa Berg sem er að spila fyrir eitt skemmtilegasta lið Bretlandseyja þessa dagana, í nýrri stöðu," segir Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum.

„Við erum með besta unga leikmanninn í Danmörku og einn mest spennandi unga leikmanninn, besta pressusenter Skandinavíu að mati Freys Alexanderssonar, í Hákoni Arnari Haraldssyni."

Elvar bætir við: „Við erum með Arnór Sig og Jón Dag sem hafa verið að taka meiri ábyrgð, eru orðnir lykilmenn í landsliðinu og eru funheitir,"

„Það hefur nánast ekki verið minnst orði á þessa menn," segir Tómas. „Það voru tuttuguogþrír menn valdir en nánast eina umræðan hefur verið um þann tuttugustaogfjórða."

„Það væri gaman ef umræðan um það hversu fáránlega spennandi leikmaður Hákon Arnar er væri eitthvað nálægt þessu. Hversu hæfileikaríkur hann er og hversu gaman verður að sjá hann í þessum landsleikjum, eftir að hafa verið magnaður með FC Kaupmannahöfn," segir Elvar.



Útvarpsþátturinn - Albertsmálið, hópurinn og KA
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner