Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 19. mars 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hitamál á Ítalíu - Yfirgaf landsliðið eftir ásakanir um rasisma
Juan Jesus.
Juan Jesus.
Mynd: EPA
Francesco Acerbi.
Francesco Acerbi.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Francesco Acerbi var sendur heim úr landsliðsverkefni Ítalíu í gær eftir að hann var ásakaður um kynþáttafordóma.

Juan Jesus, varnarmaður Napoli, segir að Acerbi hafi verið með rasisma í sinn garð í leik Inter og Napoli um síðustu helgi. Acerbi spilar með Inter.

Acerbi hefur neitað sök í þessu máli en atvikið átti sér stað í seinni hálfleik. Það mátti augljóslega sjá að Jesus var ósáttur og virtist hann segja dómaranum frá því að Acerbi hefði verið með rasisma. Hann benti á ermi sína en á henni stóð: „Keep Racism Out" eða „Í burtu með rasisma."

„Ég var aldrei með neinn rasisma. Ég er mjög rólegur," sagði Acerbi við blaðamenn á lestarstöð í Mílanó. „Hann misskildi það sem ég sagði. Ég er vonsvikinn að hafa yfirgefið landsliðið."

Jesus sagði eftir leikinn að Acerbi hefði beðið sig afsökunar og vildi annars ekki tjá sig um málið. Eftir að hann frétti það að Acerbi væri núna að neita sök, þá ákvað hann að tjá sig á samfélagsmiðlum.

„Frá minni hlið var málinu lokið eftir að Acerbi baðst afsökunar og ég vil helst ekki vera að rifja þennan ógeðslega atburð frekar upp. En svo les ég það sem Acerbi er að segja... svo ég skil þetta ekki eftir á vellinum. Ég ætla að berjast gegn rasisma. Acerbi sagði við mig: 'Farðu neg**** þinn, þú ert bara neg**. Eftir að ég talaði við dómarann þá viðurkenndi hann mistök og bað mig afsökunar."

„Í dag breytti hann svo sögu sinni. Ég hef ekkert frekar við þetta að bæta," skrifaði Jesus.

Inter mun funda með Acerbi í dag en það er spurning hvort leikmaðurinn muni fá refsingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner