Sky Sports greinir frá því að Crystal Palace er með ýmsar hugmyndir um hver getur verið næsti yfirmaður fótboltamála hjá félaginu eftir að Dougie Freedman tilkynnti brottför sína til annars félags sem leikur utan Englands.
Freedman hefur verið gríðarlega mikilvægur hjá Palace og vill stjórn félagsins ráða arftaka hans inn sem fyrst, en það eru nokkrir mánuðir í að sumarglugginn eftirvænti opni.
Freedman vann mangað starf fyrir félagið og krækti meðal annars í leikmenn á borð við Michael Olise, Eberechi Eze, Marc Guéhi og Adam Wharton.
Það eru ýmis nöfn á óskalistanum hjá stjórnendum Palace en þrír einstaklingar eru taldir líklegri en aðrir til að taka við. Iain Moody, KIeran Scott og Lee Dykes.
Moody var yfirmaður fótboltamála hjá Palace til 2014 þegar hann sagði upp eftir SMS skandal tengdan Malky Mackay. Hann hefur starfað sem ráðgjafi fyrir hin ýmsu félög síðan þá og á enn í nánu sambandi við Steve Parish forseta Crystal Palace.
Scott er yfirmaður fótboltamála hjá Middlesbrough og hefur staðið sig gríðarlega vel þar. Hann hefur keypt marga öfluga leikmenn til félagsins og selt ýmsa þeirra áfram fyrir góðar summur, til dæmis Djed Spence, Emmanuel Latte Lath, Chuba Akpom, Marcus Tavernier og Morgan Rogers. Scott gerði einnig frábæra hluti í sínu síðasta starfi hjá Norwich City, sem fór tvisvar sinnum upp í úrvalsdeildina á tíð Scott hjá félaginu.
Að lokum er Dykes starfandi hjá úrvalsdeildarfélagi Brentford sem stendur. Hann er ekki yfirmaður fótboltamála hjá Brentford en starfar náið samhliða honum. Hann hefur átt stóran þátt í að krækja í leikmenn á borð við Bryan Mbeumo, Yoane Wissa, Kevin Schade og Sepp van den Berg sem eru mikilvægir hlekkir í byrjunarliðinu, auk Ivan Toney, Ollie Watkins, David Raya og Said Benrahma sem hafa allir verið seldir frá félaginu fyrir hagnað.
Athugasemdir