Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
   mið 19. mars 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Titillinn 1988 uppáhaldsminningin af Þróttarvelli
Icelandair
Steini var leikmaður KR þegar hann vann Reykjavíkurmótið 1988.
Steini var leikmaður KR þegar hann vann Reykjavíkurmótið 1988.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið spilar komandi heimaleiki sína á Þróttarvelli, AVIS vellinum í Laugardal, en framkvæmdir eru á Laugardalsvelli og ekki var hægt að spila á Kópavogsvelli þar sem Íslandsmótið í karlaflokki er að hefjast. Ísland á leik við Noreg og Sviss dagana 4. og 8. apríl í Þjóðadeildinni.

„Mér líst fínt á að spila þarna, þetta er breyting, flestir leikmenn hafa einhvern tímann spilað þarna, grasið er gott og allt það. Mér leið nú alveg vel þarna þegar ég var þarna sjálfur, var þarna í mörg ár og þetta er því ekkert nýtt fyrir mig. Það er tilhlökkun hjá okkur að vera í Laugardalnum, vonandi bara mætir fólk á völlinn og kaupir alla miða sem hægt er að kaupa, fyllir völlinn og styður við okkur. Það hjálpar, það skiptir okkur máli að fólk mæti á völlinn og styðji við liðið. Mér finnst leikmenn og liðið eiga það skilið," sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, á fréttamannafundi í dag.

Steini á mjög góðar minningar af Kópavogsvelli þar sem hann þjálfaði Breiðablik með mjög góðum árangri áður en hann tók við kvennalandsliðinu. En hver er uppáhaldsminning hans af Þróttarvelli?

„Það er örugglega frá því að gamla gervigrasið var þarna fyrst, ég varð Reykjavíkurmeistari þarna 1988. Það var engin af ykkur fæddur þá," sagði Steini á fréttamannfundinum í dag, og laug engu þegar hann leit yfir fréttamannahópinn.

Hann var þá leikmaður KR en hann lék einnig með FH, Þrótti, Val og HK á sínum leikmannaferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner