Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 19. apríl 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Keflavík fær markaskorara frá Augnabliki (Staðfest)
Lengjudeildin
Rúnar Ingi og Don Simon.
Rúnar Ingi og Don Simon.
Mynd: Augnablik
Rúnar Ingi með liðsfélögum sínum í Augnabliki.
Rúnar Ingi með liðsfélögum sínum í Augnabliki.
Mynd: Augnablik
Augnablik tilkynnti í dag að Rúnar Ingi Eysteinsson væri búinn að kveðja félagið og væri genginn í raðir Keflavíkur.

„Það er komið að tímamótum hjá einum okkar helsta markaskorara, Rúnari Inga, en hann hefur skrifað undir samning við Suðurnesjarisann Keflavík," segir í byrjun tilkynningarinnar sem má lesa í heild sinni hér neðst.

Keflavík er að undirbúa sig fyrir komandi átök í Lengjudeildinni en fyrst á liðið leik gegn Breiðabliki í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í næstu viku.

Rúnar er tvítugur framherji sem var markahæsti leikmaður Augnabliks síðasta sumar þegar hann skoraði níu mörk í fjórtán leikjum í 3. deild. Rúnar er uppalinn Bliki og skipti yfir í Augnablik fyrir tímabilið 2021.

Alls á hann að baki 28 keppnisleiki fyrir Augnablik og í þeim hefur hann skorað fjórtán mörk.



Athugasemdir
banner
banner
banner