Stefán Gísli Stefánsson er á leið í Val frá Fylki en hlaðvarpsþátturinn Gula Spjaldið fullyrðir það á samfélagsmiðlinum X.
Samningur Stefáns hjá Fylki rennur út í haust og hann tjáði félaginu að hann myndi ekki skrifa undir nýjan samning. Albert Brynjar Ingason, þáttastjórnandi Gula Spjaldsins, er miikill Fylkismaður og vel tengdur félaginu.
Samningur Stefáns hjá Fylki rennur út í haust og hann tjáði félaginu að hann myndi ekki skrifa undir nýjan samning. Albert Brynjar Ingason, þáttastjórnandi Gula Spjaldsins, er miikill Fylkismaður og vel tengdur félaginu.
Samkvæmt heimildum Gula Spjaldsins borgar Valur 5 milljónir króna fyrir leikmanninn og þá fær Fylkir 25 prósent af næstu sölu.
Stefán Gísli er 18 ára varnarmaður. Hann hefur komið við sögu í 21 leik með Fylki á ferlinum. Hann lék fimm leiki í Bestu deildinni síðasta sumar. Hann á að baki 19 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
Stefán Gísli Stefánsson í Val, búinn að skrifa undir á hlíðarenda
— Gula Spjaldið (@gulaspjaldid) April 19, 2025
Samningur Stefáns hjá Fylkir rennur út í haust og var Stefán búinn að tilkynna Fylkismönnum að hann ætlaði sér ekki að skrifa undir nýjan samning
Valur borgar 5 milljónir plús 25% af næstri sölu til Fylkis
Athugasemdir