
Þór 3 - 1 ÍR
0-1 Breki Hólm Baldursson ('2 )
1-1 Clement Bayiha ('6 )
2-1 Sigfús Fannar Gunnarsson ('34 )
3-1 Peter Ingi Helgason ('93 )
Lestu um leikinn
0-1 Breki Hólm Baldursson ('2 )
1-1 Clement Bayiha ('6 )
2-1 Sigfús Fannar Gunnarsson ('34 )
3-1 Peter Ingi Helgason ('93 )
Lestu um leikinn
Þór frá Akureyri er komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir að hafa unnið 3-1 endurkomusigur á ÍR í Boganum á Akureyri í dag.
Áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu en það gerði Breki Hólm Baldursson fyrir ÍR-inga á 2. mínútu. Hann fékk boltann við vítateigslínuna og setti hann í gegnum klofið á varnarmanni og þaðan í netið.
Þórsarar voru ekki lengi að svara. Clement Bayiha hirti frákast úr teginum og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið.
Annað mark Þórsara gerði Sigfús Fannar Gunnarsson á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Ibrahima Balde. Balde var kominn inn á markteig, setti hann til hliðar á Sigfús sem skoraði með góðu skoti upp í þaknetið.
ÍR-ingar pressuðu ágætlega í þeim síðari en náðu ekki að skapa sér nóg. Þórsarar fengu færin til að gera út um einvígið í nokkur skipti og heppnaðist það fyrir rest.
Peter Ingi Helgason, fæddur 2008. kom inn af bekknum og skoraði þriðja og síðasta mark Þórsara eftir skemmtilegt samspil. Atli Þór Sindrason átti síðustu sendinguna á Peter sem kláraði með góðu skoti í fjærhornið.
Góður 3-1 sigur Þórsara í skemmtilegum leik og ljóst að liðið verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit en drátturinn fer fram á þriðjudag.
????????Þór Ak. 3 - 1 ÍR
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2025
??0-1 Breki Hólm Baldursson '2
??1-1 Clement Bayiha '6
??2-1 Sigfús Fannar Gunnarsson '34
??3-1 Peter Ingi Helgason '93 pic.twitter.com/uFNbseHdQD
Athugasemdir