þri 19. maí 2020 22:22
Elvar Geir Magnússon
Þrír hjá Watford með veiruna
Mynd sem var tekin fyrir utan heimavöll Watford.
Mynd sem var tekin fyrir utan heimavöll Watford.
Mynd: Getty Images
Þrír af þeim sex einstaklingum í ensku úrvalsdeildinni sem greindust með kórónaveiruna eru hjá Watford.

Mirror greinir frá þessu og segir að um tvo starfsmenn og einn leikmann sé að ræða. Þeir eru komnir í einangrun þar sem þeir eiga að vera í sjö daga.

Watford hefur enn sem komið er ekki viljað tjá sig um stöðu mála en ráðgert er á morgun að leikmenn liðsins mæti á æfingasvæðið til æfinga.

Troy Deeney, fyrirliði Watford, hefur neitað að mæta til æfinga í vikunni af ótta við kórónaveiruna.

„Sonur minn er fimm mánaða og hann á við öndunarvandamál að stríða. Ég vil ekki koma heim og setja hann í hættu," sagði Deeney.

Fyrr í kvöld var greinr frá því að aðstoðarþjálfari Burnley væri með veiruna.

Samkvæmt 'Project Restart' endurkomuáætluninni er vonast til þess að keppni í ensku úrvalsdeildinni geti hafist aftur 12. júní.

Uppfært: Watford hefur staðfest þessar fréttir. Einstaklingarnir þrír hafa óskað eftir því að njóta nafnleyndar.


Athugasemdir
banner
banner
banner