Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 19. maí 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Klárir í andlega baráttu sem fylgir því oft að fara inn í Kórinn"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA mætir HK á föstudag í 5. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, er fyrrum þjálfari HK og þekkir vel til í Kórnum. Leikurinn á föstudag fer fram í Kórnum, heimavelli HK.

„Það eru allir leikir í þessari deild hörkuleikir en þegar maður fer og spilar í Kórnum á móti HK þarf maður virkilega að hafa fyrir hlutunum. Við þurfum líka að vera klárir í andlega baráttu sem fylgir því oft að fara inn í Kórinn."

„Ég held að við séum með þannig leikmannahóp sem er tilbúinn í það. Við erum með höll hér sjálfir og með stráka sem eru góðir á gervigrasinu. Ég er mjög spenntur að fara spila við HK,"
sagði Jói Kalli í viðtali eftir leikinn gegn Stjörnunni á mánudag.

Æfir ÍA Akraneshöllinni fyrir leikinn í Kórnum?

„Já, við höfum oft gert það. Það er þó sáralítill tími milli leikja til að æfa þannig lagað en við munum aðeins fara inn í höll og finnum aðeins lyktina af gervigrasinu aftur," sagði Jói Kalli.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Jói Kalli: Virkilega vel varið hjá Halla
Athugasemdir
banner
banner