Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. maí 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
„Hvenær ætlar Steinar að vera góður nokkra leiki í röð?"
Albert Hafsteinsson
Albert Hafsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steinar Þorsteinsson
Steinar Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA ætlaði sér að fá heimamann til baka undir lok gluggans í síðustu viku er félagið reyndi að fá Albert Hafsteinsson frá Fram en það varð ekkert af þeim skiptum.

Albert var frábær með Fram á síðustu leiktíð er hann hjálpaði liðinu í gegnum taplaust tímabil í Lengjudeildinni og kom liðinu aftur upp í deild þeirra bestu.

Hann er fastamaður í liði Framara og hefur komið við sögu í öllum leikjum liðsins í Bestu deildinni í sumar. Elvar Geir Magnússon, Tómas Þór Þórðarson og Sæbjörn Steinke ræddu þennan áhuga og sagði Sæbjörn ástæðuna ekki bara vera það að Albert væri með mikla hæfileika heldur líka af því að Steinar Þorsteinsson væri ekki að sýna nógu mikinn stöðugleika á miðsvæðinu.

„Þeir voru að reyna að fá Albert Hafsteinsson fyrir gluggalok og ég get alveg séð af hverju. Ekki það að Albert hafi verið frábær í byrjun tímabils en hvenær ætlar Steinar Þorsteinsson að vera góður nokkra leiki í röð?" sagði og spurði Sæbjörn í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Tómas Þór Þórðarson líkti honum þá við Birni Snæ Ingason, leikmann Víkings.

„Hann er að breytast í Birnir Snæ Ingason. Svona 'early days' Birni Snæ Ingason. Hvað biðum við lengi eftir að Binni bolti myndi gera eitthvað yfir sex eða sjö leiki? Erum við ekki enn að bíða? Það fer í taugarnar á mér að horfa á þessa stráka miðað við hvað þeir eru hæfileikaríkir hvað þeir geta verið down í fjóra leiki og svo skorar hann tvö mörk. Heyrðu gerðu þetta aftur á morgun og þá skal ég kannski klappa," sagði Tómas.
Útvarpsþátturinn - Besta deildin og ferðasaga Tom
Athugasemdir
banner
banner
banner