Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   sun 19. maí 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Hákon skoraði en Lille missti þriðja sætið
Marseille ekki í Evrópu á næstu leiktíð - Dramatík hjá Lens og Lyon
Hákon Arnar er mikilvægur hlekkur hjá Lille.
Hákon Arnar er mikilvægur hlekkur hjá Lille.
Mynd: Getty Images
Nice náði jafntefli í Lille.
Nice náði jafntefli í Lille.
Mynd: EPA
Ethan Mbappé og Warren Zaire-Emery á góðum degi.
Ethan Mbappé og Warren Zaire-Emery á góðum degi.
Mynd: Getty Images
Lacazette skoraði 19 mörk í 29 deildarleikjum á tímabilinu.
Lacazette skoraði 19 mörk í 29 deildarleikjum á tímabilinu.
Mynd: Lyon
Elye Wahi skoraði og lagði upp fyrir Lens í dag.
Elye Wahi skoraði og lagði upp fyrir Lens í dag.
Mynd: EPA
Lee Kang-in skoraði og lagði upp í sigri PSG.
Lee Kang-in skoraði og lagði upp í sigri PSG.
Mynd: EPA
Ótrúlegri lokaumferð franska deildartímabilsins var að ljúka og var Hákon Arnar Haraldsson í byrjunarliði Lille sem þurfti sigur á heimavelli gegn Nice til að tryggja sig í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Nice tók forystuna í fyrri hálfleik en Hákon Arnar stóð sig vel og jafnaði metin snemma í síðari hálfleik, en honum var skipt af velli stundarfjórðungi síðar í stöðunni 1-1.

Lille tók forystuna í kjölfarið og hélt henni allt þar til í uppbótartíma, þegar Jordan Lotomba skoraði jöfnunarmark fyrir Nice á 94. mínútu.

Lille blés þá til sóknar í tilraun sinni til að ná þriðja sæti deildarinnar en mistókst að skora sigurmark. Lokatölur urðu því 2-2 sem er svekkjandi fyrir Hákon og félaga.

Lille endar í fjórða sæti deildarinnar sem veitir þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildarinnar, en með sigri hér hefði liðið tryggt sér þátttöku beint í riðlakeppninni.

Nice endar í fimmta sæti, fjórum stigum fyrir neðan Lille, og tekur þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í haust.

Brest náði þriðja sætinu með flottum þriggja marka sigri á útivelli gegn Toulouse og tekur því þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð.

Carlos Soler og Lee Kang-in skoruðu þá mörk PSG í sigri á útivelli gegn Metz en Kylian Mbappé var ekki með. Ethan Mbappé yngri bróðir Kylian, var skipt inn á 62. mínútu.

Það er ótrúlegt að greina frá því að minnstu mátti muna að Metz myndi falla niður um deild. Liðið var þremur stigum og sjö mörkum fyrir ofan Lorient fyrir lokaumferðina.

Metz tapaði svo 0-2 gegn PSG á meðan Lorient vann botnslaginn 5-0. Þá voru liðin með jafn mörg stig og alveg jafna markatölu, svo skoða þurfti innbyrðisviðureignir til að skera úr um hvort liðið myndi falla beint niður um deild.

Innbyrðisviðureignirnar voru jafnar en Metz skoraði fleiri mörk á útivelli í innbyrðisviðureignunum og bjargaði sér frá beinu falli. Metz mun því spila umspilsleik gegn þriðja sætinu í Ligue 2 um síðasta lausa sætið í Ligue 1 á meðan Lorient fellur þrátt fyrir ótrúlega lokaumferð.

PSG var búið að tryggja sér Frakklandsmeistaratitilinn fyrir lokaumferðina og endar AS Monaco í öðru sæti, en liðið rúllaði yfir Nantes í dag.

Alexandre Lacazette var þá hetjan í dramatískum sigri Lyon sem náði afar ólíklegu Evrópusæti eftir slæma byrjun á tímabilinu. Lyon vann síðustu fjóra deildarleiki sína til að stela sjötta sætinu af Lens og Marseille sem höfðu verið í baráttu um það.

Lacazette skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á heimavelli Lyon, en seinna markið skoraði hann úr vítaspyrnu á 96. mínútu eftir að gestirnir í liði Strasbourg höfðu klúðrað af vítapunktinum 20 mínútum fyrr.

Lyon fer í forkeppni Sambandsdeildarinnar með þessum sigri, en liðið á enn möguleika á því að komast í Evrópudeildina á næstu leiktíð. Lyon mætir PSG í úrslitaleik franska bikarsins og getur fengið evrópudeildarsæti með sigri þar og í því tilfelli myndi Lens, sem situr í sjöunda sæti deildarinnar, hirða sambandsdeildarsætið. Leikmenn Lens munu því halda með Lyon í úrslitaleik franska bikarsins.

Lens hefði dugað sigur til að tryggja sér sæti í evrópukeppni og leiddi liðið 2-0 í hálfleik gegn Montpellier í dag, en gestirnir náðu að klóra sig til baka í síðari hálfleik og stela 2-2 jafntefli þrátt fyrir gríðarlegan sóknarþunga og mikla yfirburði heimamanna í Lens.

Lille 2 - 2 Nice
0-1 G. Laborde ('10)
1-1 Hákon Arnar Haraldsson ('55)
2-1 B Andre ('73)
2-2 J. Lotomba ('92)

Toulouse 0 - 3 Brest
0-1 M. Camara ('48)
0-2 J. Amavi ('54)
0-3 K. Lala ('90)

Metz 0 - 2 PSG
0-1 Carlos Soler ('7)
0-2 Lee Kang-in ('12)

Lyon 2 - 1 Strasbourg
1-0 Alexandre Lacazette ('39)
1-1 H. Diarra ('63)
2-1 Alexandre Lacazette ('95, víti)

Lens 2 - 2 Montpellier
1-0 Elye Wahi ('4)
2-0 D. Machado ('45+2)
2-1 O. Maamma ('58)
2-2 L. Mincarelli ('74)
Athugasemdir
banner
banner
banner