Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   þri 19. júní 2018 08:16
Elvar Geir Magnússon
Gelendzhik
Dýrasti markvörður Íslands: Segja að ég sé kominn til að vera númer eitt
Icelandair
Rúnar Alex á landsliðsæfingu í Rússlandi.
Rúnar Alex á landsliðsæfingu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson samdi í gær við franska félagið Dijon en liðið endaði í ellefta sæti frönsku deildarinnar á síðasta tímabili.

Þetta er spennandi skref fyrir Rúnar Alex sem hefur verið hjá Nordsjælland í Danmörku síðustu ár. Hann spjallaði við fjölmiðla fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Rússlandi í dag.

„Það var mjög fínt að klára þetta í gær og ég er mjög feginn því að þetta sé búið," segir Rúnar Alex en Dijon lagði mikla áherslu á að fá hann.

„Það er bara geggjað og sýnir að þeir ætla að treysta á mig. Það gefur mér auka sjálfstraust."

Fannst honum vera kominn tími á næsta skref á sínum ferli?

„Ég var búinn að vera lengi undir sama þjálfarateymi og það var komin smá þreyta og ég held að þetta hafi verið fullkomin tímasetning til að skipta um félag. Ég vissi fyrst af þeirra áhuga í fyrra, eftir tímabilið þá. Þetta er stórt skref en mér finnst ég vera tilbúinn, annars hefði ég ekki tekið það."

„Þeir segja mér að ég sé kominn þarna til að vera númer eitt og ég ætla að halda hinum fyrir aftan mig."

Dijon borgaði tólf milljónir danskra króna fyrir Rúnar eða 200 milljónir íslenskra króna, samkvæmt heimildum Vísis. Hann er því dýrasti markvörður Íslandssögunnar.

Rúnar Alex segir að fleiri félög hafi verið inni í myndinni en heildarpakkinn hjá Dijon hafi verið mest spennandi.

„Ég er að fara í krefjandi verkefni og vonandi verður þetta kafli tvö í bókinni sem ég er að skrifa og ég geti farið enn hærra næst," segir markvörðurinn metnaðarfulli en viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner