Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. júní 2020 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ledley King.
Ledley King.
Mynd: Getty Images
Þröstur Mikael Jónasson.
Þröstur Mikael Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nökkvi Þeyr Þórisson.
Nökkvi Þeyr Þórisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Dagur Birnuson.
Aron Dagur Birnuson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Margeir Hauksson er Dalvíkingur sem gekk í vetur í raðir KA í Pepsi Max-deild karla. Hann lék sinn fyrsta efstu deildar leik þegar hann kom inn á gegn ÍA um síðustu helgi.

Þrátt fyrir að vera ekki orðinn fjórtán ára lék Sveinn sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2015. Næstu leikir komu svo árið 2018 þegar Dalvík/Reynir sigraði þriðju deildina. Á síðustu leiktíð lék hann svo 21 leik í 2. deild og skoraði fjögur mörk.

Fullt nafn: Sveinn Margeir Hauksson

Gælunafn: Svenni er vinsælast

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2015 með D/R gegn KF

Uppáhalds drykkur: Blár G’torade

Uppáhalds matsölustaður: Tomman, þar er best að biðja um eina 16 tommu og þunnbotna Svein Margeir

Hvernig bíl áttu: Volkswagen Passat

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Allt með mínum manni Sir David Attenborough, svo eru Fullmetal alchemist: Brotherhood komnir á Netflix fyrir þá sem hata þægindarammann

Uppáhalds tónlistarmaður: Allt á milli Pink Floyd, Fleetwood Mac, Kanye og Nas

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi Jr

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðarber, Oreo, ½Daim og ½Lúxusdýfa

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Bæði lið á -1, Texas

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei KF

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Var í fótboltaskóla þar sem að Ledley King kom sem leynigestur og leyfði mönnum að taka 1v1 á sig, gekk ekki vel.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Allir flottir

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Það stendur enginn mikið upp úr, en vinur minn Freyr Jónsson er óþolandi mótherji þrátt fyrir að vera geggjaðir samherji

Sætasti sigurinn: KH-D/R lentum manni undir snemma í seinni og vorum í nauðvörn allan tímann svo var óskiljanlega bætt korteri við, það er samt aldrei leiðinlegt að vinna Þórsarana og hvað þá KF

Mestu vonbrigðin : Red wedding í Game of thrones, Robb Stark var minn maður :’(

Uppáhalds lið í enska: Spurs

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Þröstur Mikael, hleypur endalaust, tapar ekki einvígi og er alltaf til í smá fighting

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Bríet Fjóla Bjarnadóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Kelvin Sarkorh, Greek god with a great bod’

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: veit ekki

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano, R9 er samt eiginlega uppáhalds

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Nökkvi Þeyr (nokkvitheyr) og Aron Dagur(arondagur99) deila toppsætinu, óendanleg gredda í þeim félögum. Maður verður eiginlega bara hræddur sko.

Uppáhalds staður á Íslandi: Dalvíkin er æðisleg

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Man ekki eftir neinu úr leik en um daginn endaði ungir gamlir í vító, frekjan ég heimtaði að taka víti nr. 2. Svo áður en ég fer á punktinn spjalla ég aðeins við Brynjar Inga sem tekur nr. 3 og segi „Binni minn, þú manst svo að það er bannað að taka aumingjavíti” hann sagði þá „Að sjálfsögðu, ungir gamlir er bara all or nothing dæmi” þá fór ég á punktinn og tók lélegasta víti sögunnar og þannig töpuðum við. Binni var smá vonsvikinn með mig og talaði ekki við mig restina af deginum enda voru þetta bara svik eins og Biggi Bald myndi orða það

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: legg símann frá mér

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Golf og frjálsar líma mig við sjónvarpið

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Ég hef verið NIKE maður lengi en er í Preddum núna

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ömurlegur í dönsku og þýsku

Vandræðalegasta augnablik: Ég á nokkra blunders á dag þannig að man ekki eftir neinu sérstöku

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: 1. Þorra eða Nökkva, þeir gætu spilað á fiðluna þegar allt virðist úti 2. Ottó Björn til að halda moralnum góðum. 3. Gunnar Örvar, þyrftum Skipið til að GTFO!

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er smá bókaormur, fæ hate frá strákunum fyrir það

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Bane markmannsþjálfari er einfaldlega kóngurinn

Hverju laugstu síðast: ....

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun er alltaf boring en ég get líka orðið mjög pirraður á að fara í skóna án skóhorns

Ef þú fengir eina spurning til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Guð, hvort Tottenham muni einhverntímann vinna titil
Athugasemdir
banner
banner