Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. júní 2021 10:45
Brynjar Ingi Erluson
Löw: Ronaldo ekki bara góður í að færa kókflöskur
Joachim Löw
Joachim Löw
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stóra kókflöskumálið á Evrópumótinu er enn til umræðu hjá leikmönnum og þjálfurum en Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, ræddi um Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi í gær.

Ronaldo kom sér í fréttirnar á dögunum eftir að hann færði tvær kókflöskur á blaðamannafundi eftir sigur portúgalska landsliðsins á Ungverjalandi.

Hann hvatti þar fólk til að drekka vatn og fór af stað keðjuverkun en hlutabréfin í Coca Cola Company lækkuðu um 1,6 prósent eða fjóra milljarða eftir að þetta fór í birtingu.

Paul Pogba, leikmaður franska landsliðsins, færði næst Heneiken á blaðamannafundi en hann er strangtrúaður og drekkur ekki áfengi. Skiljanleg ákvörðun.

Úkraínumaðurinn Andryi Yarmolenko grínaðist svo með flöskurnar og vildi endilega hafa bæði Coca Cola og Heineken fyrir framan sig á blaðamannafundi á meðan Stanislav Cherchesov. þjálfari Rússlands, stóðst ekki mátíð og þambaði eina kók.

Þetta umræðuefni er undarlegt og virðist þetta líta út fyrir að vera markaðsherferð hjá þessum stærsta styrktaraðila Evrópumótsins en Löw ræddi einmitt þetta á fundi í gær.

„Cristiano Ronaldo getur gert svo miklu meira en að færa tvær kókflöskur af borðinu. Hann er með fleiri hæfileika," sagði Löw á fundinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner