Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 19. júní 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arda Guler bætti met Cristiano Ronaldo
Mynd: EPA

Hinn 19 ára gamli Arda Guler skoraði í 3-1 sigri Tyrkja gegn Georgíu í gær.


Guler skoraði annað mark liðsins en það var af dýrari gerðinni. Glæsilegt skot fyrir utan vítateiginn.

Guler bætti met Cristiano Ronaldo sem hafði staðið í tvo ára tugi en hann er yngsti leikmaður í sögu EM til að skora í sínum fyrsta leik.

Þá er Guler fimmti yngsti leikmaðurinn til að skora á lokamóti EM. Wayne Rooney var eitt sinn á toppnum en Svisslendingurinn Johan Vonlanthen bætti met hans aðeins fjórum dögum síðar en það var á EM 2004.

Yngstu menn til að skora á EM

1. Johan Vonlanthen, Sviss (18 ára og 141 daga gamall)
2. Wayne Rooney, England (18 ára og 237 daga gamall)
3. Renato Sanches, Portúgal (18 ára og 317 daga gamall)
4. Dragan Stojkovic, Júgóslavía (19 ára og 108 daga gamall)
5. Arda Guler, Tyrkland (19 ára og 114 daga gamall)


Athugasemdir
banner
banner
banner