Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 19. júní 2024 23:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Lengjudeildin
Chris Brazell þjálfari Gróttu
Chris Brazell þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Grótta tóku á móti Njarðvíkingum á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi í kvöld þegar 8.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.

Grótta vonaðist til þess að komast aftur á sigurbraut gegn sterku liði Njarðvíkur en gestirnir frá Njarðvík sóttu góðan útisigur.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Njarðvík

„Auðvitað virkilega vonsvikinn með tapið. Sérstaklega hvernig við töpuðum honum en strákarnir gáfu sig alla í þetta. Mér fannst í heildina við vera með sterka frammistöðu fyrir utan kannski smá kafla í seinni hálfleik en hvorugt liðið stjórnaði því hvernig leikurinn endaði." Sagði Chris Brazell þjálfari Gróttu eftir tapið í kvöld.

Aðspurður hvort Grótta hafi átt meira skilið úr þessum leik sagði Chris Brazell að hans lið hafi spilað góðan leik.

„Það er auðvelt að segja það eftir leikinn en eins og ég sagði þá fannst mér við spila góðan leik. Einn eða tveir skrítnir kaflar en í heildina þá gátum við ekkert gert varðandi niðurstöðuna." 

Það kom upp risastórt atkvik í leiknum þar sem Grótta virðist vera að jafna leikinn í 2-2 en dómari leiksins dæmir markið af eftir að aðstoðardómarinn flaggar og Njarðvík skorar stuttu seinna en Gróttumenn voru vægast sagt ósáttir með að markið hafi ekki fengið að standa. 

„Það góða er að dómarateymið hafa beðið okkur afsökunar. Þeir segja að þetta hafi verið klárt mark. Það er auðvitað ekkert spes að heyra það eftir leik en við getum ekki breytt því og við getum ekki haft áhrif á það. Þeir gerðu klár mistök og við þurfum bara að taka því og halda áfram." 

Nánar er rætt við Chris Brazell í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner