Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mið 19. júní 2024 23:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Lengjudeildin
Chris Brazell þjálfari Gróttu
Chris Brazell þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Grótta tóku á móti Njarðvíkingum á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi í kvöld þegar 8.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.

Grótta vonaðist til þess að komast aftur á sigurbraut gegn sterku liði Njarðvíkur en gestirnir frá Njarðvík sóttu góðan útisigur.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Njarðvík

„Auðvitað virkilega vonsvikinn með tapið. Sérstaklega hvernig við töpuðum honum en strákarnir gáfu sig alla í þetta. Mér fannst í heildina við vera með sterka frammistöðu fyrir utan kannski smá kafla í seinni hálfleik en hvorugt liðið stjórnaði því hvernig leikurinn endaði." Sagði Chris Brazell þjálfari Gróttu eftir tapið í kvöld.

Aðspurður hvort Grótta hafi átt meira skilið úr þessum leik sagði Chris Brazell að hans lið hafi spilað góðan leik.

„Það er auðvelt að segja það eftir leikinn en eins og ég sagði þá fannst mér við spila góðan leik. Einn eða tveir skrítnir kaflar en í heildina þá gátum við ekkert gert varðandi niðurstöðuna." 

Það kom upp risastórt atkvik í leiknum þar sem Grótta virðist vera að jafna leikinn í 2-2 en dómari leiksins dæmir markið af eftir að aðstoðardómarinn flaggar og Njarðvík skorar stuttu seinna en Gróttumenn voru vægast sagt ósáttir með að markið hafi ekki fengið að standa. 

„Það góða er að dómarateymið hafa beðið okkur afsökunar. Þeir segja að þetta hafi verið klárt mark. Það er auðvitað ekkert spes að heyra það eftir leik en við getum ekki breytt því og við getum ekki haft áhrif á það. Þeir gerðu klár mistök og við þurfum bara að taka því og halda áfram." 

Nánar er rætt við Chris Brazell í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner