Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
banner
   sun 19. júlí 2020 23:10
Kristófer Jónsson
Tufa: Aukaæfingar Einars Karls að skila sér
Tufa var ánægður með sitt lið í dag.
Tufa var ánægður með sitt lið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic, aðstoðarþjálfari Vals, var gríðarlega sáttur með sitt lið eftir 2-1 sigur gegn Breiðablik í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

„Ég er ánægður að við náðum að sigla þremur stigum á erfiðum útivelli gegn góðu liði Blika. En við náðum að klára þetta og ég er ánægður með þessi þrjú stig." sagði Tufa eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Valur

Valur hefur unnið fjóra af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni í sumar og hafa allir þeir sigrar komið á útivelli. Fréttaritari spurði Tufa hvort að Valsarar vildu spila alla leiki á útivelli héðan í frá.

„Nei ég er ekki sammála því. Við tökum bara næsta heimaleik og reynum að sækja okkar fyrstu þrjá punkta þar. Ég held að það skipti ekki máli fyrir okkur hvort að við spilum heima eða úti. Við gírum okkur bara fyrir næsta leik sem er erfiður leikur á móti Fylki." sagði Tufa léttur í bragði.

Sigurmark Vals var af dýrari gerðinni en það var Einar Karl Ingvarsson sem að skoraði það beint úr aukaspyrnu eftir að hafa komið inná sem varamaður.

„Frábært mark hjá Einari. Hann er búinn að æfa vel yfir veturinn og er fyrstur á aukaæfingar sem að skilaði sér í dag. Við erum með frábæran hóp þar sem að allir skipta máli. Ekki bara þeir sem að byrja." sagði Tufa um markið.

Nánar er rætt við Tufa í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner