Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
banner
   sun 19. júlí 2020 23:10
Kristófer Jónsson
Tufa: Aukaæfingar Einars Karls að skila sér
Tufa var ánægður með sitt lið í dag.
Tufa var ánægður með sitt lið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic, aðstoðarþjálfari Vals, var gríðarlega sáttur með sitt lið eftir 2-1 sigur gegn Breiðablik í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

„Ég er ánægður að við náðum að sigla þremur stigum á erfiðum útivelli gegn góðu liði Blika. En við náðum að klára þetta og ég er ánægður með þessi þrjú stig." sagði Tufa eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Valur

Valur hefur unnið fjóra af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni í sumar og hafa allir þeir sigrar komið á útivelli. Fréttaritari spurði Tufa hvort að Valsarar vildu spila alla leiki á útivelli héðan í frá.

„Nei ég er ekki sammála því. Við tökum bara næsta heimaleik og reynum að sækja okkar fyrstu þrjá punkta þar. Ég held að það skipti ekki máli fyrir okkur hvort að við spilum heima eða úti. Við gírum okkur bara fyrir næsta leik sem er erfiður leikur á móti Fylki." sagði Tufa léttur í bragði.

Sigurmark Vals var af dýrari gerðinni en það var Einar Karl Ingvarsson sem að skoraði það beint úr aukaspyrnu eftir að hafa komið inná sem varamaður.

„Frábært mark hjá Einari. Hann er búinn að æfa vel yfir veturinn og er fyrstur á aukaæfingar sem að skilaði sér í dag. Við erum með frábæran hóp þar sem að allir skipta máli. Ekki bara þeir sem að byrja." sagði Tufa um markið.

Nánar er rætt við Tufa í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner