Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
   sun 19. júlí 2020 23:10
Kristófer Jónsson
Tufa: Aukaæfingar Einars Karls að skila sér
Tufa var ánægður með sitt lið í dag.
Tufa var ánægður með sitt lið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic, aðstoðarþjálfari Vals, var gríðarlega sáttur með sitt lið eftir 2-1 sigur gegn Breiðablik í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

„Ég er ánægður að við náðum að sigla þremur stigum á erfiðum útivelli gegn góðu liði Blika. En við náðum að klára þetta og ég er ánægður með þessi þrjú stig." sagði Tufa eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Valur

Valur hefur unnið fjóra af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni í sumar og hafa allir þeir sigrar komið á útivelli. Fréttaritari spurði Tufa hvort að Valsarar vildu spila alla leiki á útivelli héðan í frá.

„Nei ég er ekki sammála því. Við tökum bara næsta heimaleik og reynum að sækja okkar fyrstu þrjá punkta þar. Ég held að það skipti ekki máli fyrir okkur hvort að við spilum heima eða úti. Við gírum okkur bara fyrir næsta leik sem er erfiður leikur á móti Fylki." sagði Tufa léttur í bragði.

Sigurmark Vals var af dýrari gerðinni en það var Einar Karl Ingvarsson sem að skoraði það beint úr aukaspyrnu eftir að hafa komið inná sem varamaður.

„Frábært mark hjá Einari. Hann er búinn að æfa vel yfir veturinn og er fyrstur á aukaæfingar sem að skilaði sér í dag. Við erum með frábæran hóp þar sem að allir skipta máli. Ekki bara þeir sem að byrja." sagði Tufa um markið.

Nánar er rætt við Tufa í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner