Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 19. júlí 2020 23:10
Kristófer Jónsson
Tufa: Aukaæfingar Einars Karls að skila sér
Tufa var ánægður með sitt lið í dag.
Tufa var ánægður með sitt lið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic, aðstoðarþjálfari Vals, var gríðarlega sáttur með sitt lið eftir 2-1 sigur gegn Breiðablik í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

„Ég er ánægður að við náðum að sigla þremur stigum á erfiðum útivelli gegn góðu liði Blika. En við náðum að klára þetta og ég er ánægður með þessi þrjú stig." sagði Tufa eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Valur

Valur hefur unnið fjóra af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni í sumar og hafa allir þeir sigrar komið á útivelli. Fréttaritari spurði Tufa hvort að Valsarar vildu spila alla leiki á útivelli héðan í frá.

„Nei ég er ekki sammála því. Við tökum bara næsta heimaleik og reynum að sækja okkar fyrstu þrjá punkta þar. Ég held að það skipti ekki máli fyrir okkur hvort að við spilum heima eða úti. Við gírum okkur bara fyrir næsta leik sem er erfiður leikur á móti Fylki." sagði Tufa léttur í bragði.

Sigurmark Vals var af dýrari gerðinni en það var Einar Karl Ingvarsson sem að skoraði það beint úr aukaspyrnu eftir að hafa komið inná sem varamaður.

„Frábært mark hjá Einari. Hann er búinn að æfa vel yfir veturinn og er fyrstur á aukaæfingar sem að skilaði sér í dag. Við erum með frábæran hóp þar sem að allir skipta máli. Ekki bara þeir sem að byrja." sagði Tufa um markið.

Nánar er rætt við Tufa í spilaranum að ofan.
Athugasemdir