Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
banner
   sun 19. júlí 2020 23:10
Kristófer Jónsson
Tufa: Aukaæfingar Einars Karls að skila sér
Tufa var ánægður með sitt lið í dag.
Tufa var ánægður með sitt lið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic, aðstoðarþjálfari Vals, var gríðarlega sáttur með sitt lið eftir 2-1 sigur gegn Breiðablik í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

„Ég er ánægður að við náðum að sigla þremur stigum á erfiðum útivelli gegn góðu liði Blika. En við náðum að klára þetta og ég er ánægður með þessi þrjú stig." sagði Tufa eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Valur

Valur hefur unnið fjóra af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni í sumar og hafa allir þeir sigrar komið á útivelli. Fréttaritari spurði Tufa hvort að Valsarar vildu spila alla leiki á útivelli héðan í frá.

„Nei ég er ekki sammála því. Við tökum bara næsta heimaleik og reynum að sækja okkar fyrstu þrjá punkta þar. Ég held að það skipti ekki máli fyrir okkur hvort að við spilum heima eða úti. Við gírum okkur bara fyrir næsta leik sem er erfiður leikur á móti Fylki." sagði Tufa léttur í bragði.

Sigurmark Vals var af dýrari gerðinni en það var Einar Karl Ingvarsson sem að skoraði það beint úr aukaspyrnu eftir að hafa komið inná sem varamaður.

„Frábært mark hjá Einari. Hann er búinn að æfa vel yfir veturinn og er fyrstur á aukaæfingar sem að skilaði sér í dag. Við erum með frábæran hóp þar sem að allir skipta máli. Ekki bara þeir sem að byrja." sagði Tufa um markið.

Nánar er rætt við Tufa í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner