Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 19. júlí 2021 23:35
Atli Arason
Nikolaj: Væri að ljúga ef ég myndi segja að ég væri ekki að hugsa um gullskóinn
Nikolaj Hansen
Nikolaj Hansen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj Hansen, framherji Víkings, skoraði eitt og lagði upp annað í 1-2 sigri á Keflavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Víkingur R.

„það er mjög gott að koma hingað og vinna. Fyrri hálfleikurinn var mjög erfiður, við stóðum kyrrir og mikið og þetta var smá eins og á æfingu með keilum. Við vorum ekki að gera neitt,“ sagði Hansen í viðtali eftir leik.

Aðspurður um taktískar breytingar milli hálfleikja svaraði Nikolaj,
„ég varð að fara neðar á völlinn svo að vængmennirnir fengu meira pláss hærra upp á vellinum. Ég held að varamennirnir hafi breytt leiknum fyrir okkur. Kwame gerði vel og Helgi kom inn á og skoraði. Við erum með sterkt lið.“

Kwame Quee lagði upp mark Nikolaj í kvöld. Niko var sáttur með fyrirgjöf Kwame en viðurkenndi að Kwame á það til að leika sér of mikið með boltann.
„Ég veit að þegar Kwame er kominn einn á einn þá á hann það til að gera of mikið og skera til baka of oft þannig það er erfiðara fyrir mig að tímasetja mig en fyrirgjöfin hans var fullkomin og ég þurfti bara að koma við hann til að skora,“ sagði brosandi Nikolaj Hansen.

Nikolaj er áfram markahæsti leikmaður deildarinnar eftir umferðina. Hansen viðurkenndi að hann væri kominn með hugan við gullskóinn.
„Auðvitað. Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég væri ekki að hugsa um gullskóinn. 11 mörk í 13 leikjum er frekar gott. Ég verð samt bara að halda áfram og þá munu mörkin halda áfram að koma,“ sagði Nikolaj Hansen að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir