Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
   mán 19. júlí 2021 23:35
Atli Arason
Nikolaj: Væri að ljúga ef ég myndi segja að ég væri ekki að hugsa um gullskóinn
Nikolaj Hansen
Nikolaj Hansen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj Hansen, framherji Víkings, skoraði eitt og lagði upp annað í 1-2 sigri á Keflavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Víkingur R.

„það er mjög gott að koma hingað og vinna. Fyrri hálfleikurinn var mjög erfiður, við stóðum kyrrir og mikið og þetta var smá eins og á æfingu með keilum. Við vorum ekki að gera neitt,“ sagði Hansen í viðtali eftir leik.

Aðspurður um taktískar breytingar milli hálfleikja svaraði Nikolaj,
„ég varð að fara neðar á völlinn svo að vængmennirnir fengu meira pláss hærra upp á vellinum. Ég held að varamennirnir hafi breytt leiknum fyrir okkur. Kwame gerði vel og Helgi kom inn á og skoraði. Við erum með sterkt lið.“

Kwame Quee lagði upp mark Nikolaj í kvöld. Niko var sáttur með fyrirgjöf Kwame en viðurkenndi að Kwame á það til að leika sér of mikið með boltann.
„Ég veit að þegar Kwame er kominn einn á einn þá á hann það til að gera of mikið og skera til baka of oft þannig það er erfiðara fyrir mig að tímasetja mig en fyrirgjöfin hans var fullkomin og ég þurfti bara að koma við hann til að skora,“ sagði brosandi Nikolaj Hansen.

Nikolaj er áfram markahæsti leikmaður deildarinnar eftir umferðina. Hansen viðurkenndi að hann væri kominn með hugan við gullskóinn.
„Auðvitað. Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég væri ekki að hugsa um gullskóinn. 11 mörk í 13 leikjum er frekar gott. Ég verð samt bara að halda áfram og þá munu mörkin halda áfram að koma,“ sagði Nikolaj Hansen að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner