"Þetta eru mikil vonbrigði og pirringur. Við vorum ömurlega lélegir og fyrri hálfleikurinn var það slakasta sem ég hef séð hjá okkur í sumar," sagði hreinskilinn Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 1-1 jafntefli gegn Fram í Vesturbænum í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 1 - 1 Fram
"Seinni hálfleikurinn var skárri. Við jöfnuðum fljótt og ég hélt við værum að taka yfir leikinn en svo jafnaðist það bara út. Við fundum aldrei neinar sérstakar lausnir á þeirra leik."
Næsti leikur KR er annar Reykjavíkurslagur gegn Val "Öll verkefni leggjast vel í mig. Mér finnst alltaf gaman að stjórna KR-liðinu í leikjum og það breytist ekkert, sama hver staðan er. Við verðum bara að vinna hörðum höndum fram að því."
Allt viðtalið við Rúnar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir






















