Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 19. júlí 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Markahæsti maður EM til Lyon (Staðfest)
Mynd: Lyon
Georgíumaðurinn Georges Mikautadze er kominn til Lyon frá Metz en hann gerði fjögurra ára samning við franska félagið.

Mikautadze er 23 ára gamall sóknarmaður sem skaust upp á stjörnuhimininn á Evrópumótinu með Georgíu.

Hann endaði mótið markahæstur með 3 mörk í 4 leikjum og deildi því gullskónum með fimm öðrum leikmönnum.

Mónakó náði samkomulagi um sóknarmanninn á dögunum en Lyon tókst að stela honum undan nefinu á Mónakó á elleftu stundu.

Lyon greiðir Metz 18,5 milljónir evra en sú upphæð getur hækkað upp í 25 milljónir evra ef ákveðnum skilyrðum er mætt.

Mikautadze þekkir vel til hjá Lyon en hann spilaði með unglingaliðum félagsins í sjö ár frá 2008 til 2015. Hann hefur spilað stærstan hluta ferilsins hjá Metz, en fór til Ajax síðasta sumar áður en hann snéri aftur til franska félagsins.
Athugasemdir