Napoli hefur náð munnlegu samkomulagi við belgíska framherjann Romelu Lukaku. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn GIanluca Di Marzio.
Útlit er fyrir að Victor Osimhen sé á leið til Paris Saint-Germain á næstu dögum og ætlar því Napoli að hafa leikmann kláran til að koma inn í hans stað.
Romelu Lukaku, framherji Chelsea, er efstur á blaði. Hann og Antonio Conté, nýr þjálfari Napoli, unnu saman hjá Inter og var Lukaku einn af bestu leikmönnum tímabilsins er Inter vann deildina fyrir þremur árum.
Di Marzio segir að Napoli hafi nú náð munnlegu samkomulagi við Lukaku um þriggja ára samning.
Napoli er í viðræðum við Chelsea um kaup á framherjanum en Chelsea er talið reiðubúið að láta hann af hendi fyrir um það bil 30 milljónir punda.
Lukaku, sem er 31 árs gamall, var á láni hjá Roma á síðasta tímabili þar sem hann gerði 21 mark í öllum keppnum.
Athugasemdir