Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mán 19. ágúst 2019 22:03
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Ég er sáttur miðað við hvernig leikurinn byrjaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Breiðabliks var bæði svekktur og sáttur með stigið gegn Val fyrr í kvöld, en leikurinn var heldur betur kaflaskiptur og komust Valsarar í 2-0 forystu áður en Blikar ákváðu að taka þátt í þessum leik.

Leiknum lauk með stórskemmtilegu 3-3 jafntefli og skipta liðin því stigunum á milli sín, eftir leikinn sitja Blikar enn í 2. sæti deildarinnar og Valur situr enn í 6. sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  3 Valur

„Ég er sáttur miðað við hvernig leikurinn byrjaði eftir 20 mínútur að taka stigið og skora þrjú mörk, en þegar 90 mínútur voru búnar var ég svekktur með þetta eina stig, ég hefði viljað fá þrjú.'' Sagði Gústi strax að leik loknum.

Er Andri Yeoman að sýna sitt rétta andlit efitr að hann fer niður á miðjuna?

„Já Andri er flottur og Alexander búinn að vera frábær sem og Guðjón Pétur, Andri var reyndar á miðjunni í tíunni, en þegar Alexander fer útaf fer Andri í djúpa miðjumanninn og er flottur leikmaður.''

Brynjólfur kemur inn í liðið og skorar tvö, setur það pressu á Gústa fyrir liðsvalið?

„Hann kemur frábærlega vel inn í þetta, og stóð sig vel, sívinnandi og hlaupandi og láta finna fyrir sér, skorar tvö mörk og er maður leiksins, átti flottan leik.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Gústi betur um leikinn, meiðsli Alexanders, Andra Yeoman og stöðuna á Elfari Frey Helgasyni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner