Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   mán 19. ágúst 2019 22:03
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Ég er sáttur miðað við hvernig leikurinn byrjaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Breiðabliks var bæði svekktur og sáttur með stigið gegn Val fyrr í kvöld, en leikurinn var heldur betur kaflaskiptur og komust Valsarar í 2-0 forystu áður en Blikar ákváðu að taka þátt í þessum leik.

Leiknum lauk með stórskemmtilegu 3-3 jafntefli og skipta liðin því stigunum á milli sín, eftir leikinn sitja Blikar enn í 2. sæti deildarinnar og Valur situr enn í 6. sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  3 Valur

„Ég er sáttur miðað við hvernig leikurinn byrjaði eftir 20 mínútur að taka stigið og skora þrjú mörk, en þegar 90 mínútur voru búnar var ég svekktur með þetta eina stig, ég hefði viljað fá þrjú.'' Sagði Gústi strax að leik loknum.

Er Andri Yeoman að sýna sitt rétta andlit efitr að hann fer niður á miðjuna?

„Já Andri er flottur og Alexander búinn að vera frábær sem og Guðjón Pétur, Andri var reyndar á miðjunni í tíunni, en þegar Alexander fer útaf fer Andri í djúpa miðjumanninn og er flottur leikmaður.''

Brynjólfur kemur inn í liðið og skorar tvö, setur það pressu á Gústa fyrir liðsvalið?

„Hann kemur frábærlega vel inn í þetta, og stóð sig vel, sívinnandi og hlaupandi og láta finna fyrir sér, skorar tvö mörk og er maður leiksins, átti flottan leik.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Gústi betur um leikinn, meiðsli Alexanders, Andra Yeoman og stöðuna á Elfari Frey Helgasyni.
Athugasemdir
banner
banner