Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 19. ágúst 2019 22:03
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Ég er sáttur miðað við hvernig leikurinn byrjaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Breiðabliks var bæði svekktur og sáttur með stigið gegn Val fyrr í kvöld, en leikurinn var heldur betur kaflaskiptur og komust Valsarar í 2-0 forystu áður en Blikar ákváðu að taka þátt í þessum leik.

Leiknum lauk með stórskemmtilegu 3-3 jafntefli og skipta liðin því stigunum á milli sín, eftir leikinn sitja Blikar enn í 2. sæti deildarinnar og Valur situr enn í 6. sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  3 Valur

„Ég er sáttur miðað við hvernig leikurinn byrjaði eftir 20 mínútur að taka stigið og skora þrjú mörk, en þegar 90 mínútur voru búnar var ég svekktur með þetta eina stig, ég hefði viljað fá þrjú.'' Sagði Gústi strax að leik loknum.

Er Andri Yeoman að sýna sitt rétta andlit efitr að hann fer niður á miðjuna?

„Já Andri er flottur og Alexander búinn að vera frábær sem og Guðjón Pétur, Andri var reyndar á miðjunni í tíunni, en þegar Alexander fer útaf fer Andri í djúpa miðjumanninn og er flottur leikmaður.''

Brynjólfur kemur inn í liðið og skorar tvö, setur það pressu á Gústa fyrir liðsvalið?

„Hann kemur frábærlega vel inn í þetta, og stóð sig vel, sívinnandi og hlaupandi og láta finna fyrir sér, skorar tvö mörk og er maður leiksins, átti flottan leik.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Gústi betur um leikinn, meiðsli Alexanders, Andra Yeoman og stöðuna á Elfari Frey Helgasyni.
Athugasemdir
banner
banner
banner